Stöndum vörð um Sigtúnsgarð

Miðbærinn er hannaður þannig að hann myndi eina heild með Bæjargarðinum, þannig að götur og torg verði eðlilegur hluti af útivistarsvæði Selfyssinga, og byggingar myndi öflugt skjól fyrir norðanáttinni. Bæjargarðurinn stækkar og verður mikil staðarprýði.

Nýtt skipulag – 23.200 fm

Núverandi skipulag  – 22.800 fm

Nýr og stórglæsilegur Bæjargarður

Nýr Bæjargarður hefur þegar verið frumhannaður út frá nýja skipulaginu. Hermann Ólafsson hjá Landhönnun er höfundur þeirra tillagna. Í hugmyndunum er garðinum skipt upp í smærri svæði með breytilegu yfirbragði og innihaldi. Þannig verður til fjölbreytt afþreyingar- og útivistarsvæði sem hentar fyrir allar árstíðir. Allt svæðið er tengt innbyrðis með hlykkjandi göngustígum og fimm tengingum við aðliggjandi stíga, torg og götur.

Í hugmyndum Landhönnunar er meðal annars gert ráð fyrir:

  • Aflíðandi áhorfenda- og sólbaðsbrekku, sem yrði ábyggilega vinsæl sleðabrekka á veturna.
  • Tjörn og gosbrunnur, þar sem möguleiki væri á skautasvelli á veturna.
  • Garðurinn er afmarkaður frá Sigtúni með grashólum sem halla á móti sól.
  • Nýja sjónlína frá Ráðhúsinu og í gegnum garðinn. Gæti endað í flottu sviði syðst í garðinum.
  • „Stóra sviðið“ yrði staðsett syðst þannig að það snýr frá nálægðri byggð til að skapa sem minnst ónæði.
  • Stækkun á „brekkusöngsbrekkunni“ og malbikaða svæðinu þar framan við.
  • Vestan megin eru þemagarðar með möguleikum til leikja og dvalar. Þar væru stór leiktæki eins og ærslabelgur, aparóla og klifurnet. Einnig möguleiki á strandblaksvelli og púttvelli.

Þar sem allir geta komið saman og notið

Almenningsgarðar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í öllum samfélögum. Þar eiga bæjarbúar og gestir að geta notið stundarinnar, í samveru með öðrum eða sjálfum sér, innan um leiktæki, listaverk og fallegt umhverfi.

Við höfum fulla trú á að Sigtúnsgarður geti orðið glæsilegasti Bæjargarður landsins.