Af hverju að byggja í þessum gamla stíl?

Til að heiðra íslenskan byggingarstíl óháðan tískusveiflum og um leið að skapa vandaða umgjörð um fjölbreytt mannlíf og blómlegt viðskipta- og menningarlíf.

Það er auðvitað hægt að byggja hús í nýjum stíl, úr steypu, stáli og gleri. En við höfum hvorki áhuga eða trú á slíkum húsum. Né væntanlegir leigutakar og atvinnurekendur. Ástæða þess að verslunarmenn, veitingamenn og aðrir þjónustuaðilar vilja taka þátt í verkefninu er fullvissan um að heimamenn jafnt og ferðamenn munu vilja vera í svona umhverfi – þar sem húsin er hæfilega stór, standa þétt saman, eru úr timbri og bárujárni og með handverki sem gleður augað.

Þessi leið er farin víða um heim í smábæjum jafnt sem stórborgum af því fólk laðast að þessum húsum. Þessi leið, að tengja þannig saman sögu og framtíð, hefur verið spennandi áskorun fyrir okkar frábæru arkitekta. Þetta er nútímalegt umhverfi, hannað af nútímafólki með framtíðarrekstur og starfsemi í huga.

Arkitektar hanna einnig hús í klassískum eða „gömlum“ stíl. Það hefði verið einfaldara, fljótlegra og ódýrara að hanna slík hús frá grunni. En við töldum heiðarlegast og fallegast að fara alla leið og endurreisa heil hús sem horfin eru og gleymd. Þannig verður til söguleg tenging og menningararfleiðin verður áþreifanlegri.

Þetta verða endurbyggð hús, ekki eftirlíkingar eða leiktjöld.

Og þau henta frábærlega fyrir margskonar nútímastarfsemi.