Er tryggt að verkefnið verði klárað?

Það er ekkert sem bendir til annars. Fjármögnun á fyrri áfanga liggur fyrir og fjármögnun fyrir síðari áfanga mun klárast þegar framkvæmdir á þeim fyrri eru hafnar. Sigtún Þróunarfélag er vel fjármagnað félag eins og staðfest hefur verið af endurskoðendum Árborgar.

Framkvæmdakostnaður byggir á tilboðum og samningum við Jáverk ehf og Borgarverk ehf. Þetta eru þekkt og rótgróin fyrirtæki með gott orðspor. Starfsmenn eru úr heimahéraði og framkvæmdakostnaður skilar sér því að hluta aftur til sveitarfélagsins í formi útsvars.

Framkvæmdin byggir á föstum tilboðum. Í fjármögnun er ekki gert ráð fyrir tæplega 200 milljónum sem fást munu vegna endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Sú fjárhæð er ætluð til að takast á við áföll ef eitthvað óvænt kemur upp á.  Til greina kemur að taka inn fleiri fjárfesta á síðari stigum en engar slíkar viðræður eru í gangi.

Hér er nánar gert grein fyrir áfangaskiptingu verkefnisins og hugmyndafræðinni þar á bakvið.