Eru framkvæmdirnar fjármagnaðar að fullu?

Fyrri áfangi af tveimur er fullfjármagnaður. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er 1.429.000.000. Hluthafar hafa lagt fram 539 milljónir í peningum vegna þeirra framkvæmda auk viðbótar hlutafjárloforða. Landsbanki Íslands hefur samþykkt lán til félagsins fyrir 900 milljónir. Lánanefnd og sérfræðingar Landsbankans rýndu vel í allar tölur áður en lánið var samþykkt. Það er þekkt að erfiðara er að fá lánsfé í framkvæmdir á landsbyggðinni en bankinn hefur trú á þessu verkefni.

Lánshlutfall er 63%. Sigtún þróunarfélag mun fá tæplega 200 milljónir í endurgreiðslu á vsk á framkvæmdartíma. Ekki er tekið tillit til þess í fjármögnum. Sveitarfélagið Árborg réð PWC, endurskoðendafélag sitt, til þess að fara yfir og staðfesta fjármögnun. Hér má sjá þeirra niðurstöðu.

Af hverju að skipta framkvæmdum í tvo áfanga?