Á að byggja miðaldakirkju?

Ekki er um eiginlega kirkju að ræða, heldur hugmynd um menningar- og sýningahús sem byggt er sem minngarmark um gömlu miðaldakirkjurnar sem voru stærstu timburbyggingar á Norðurlöndum og jafnvel í Evrópu.

Húsið hefur þróast á undanförnum árum í höndum arkitekta í magnaða byggingu sem er í raun listaverk í sjálfu sér og mun vekja mikla athygli. Í sýningarsölum verður rýnt í hugarheim miðaldafólks og hugmynir þess um heiminn.

Við gerum okkur grein fyrir að byggingin er umdeild. Verði skipulagið samþykkt munum við leitast við að kynna húsið og starfsemi þess betur fyrir bæjarbúum.