Hvað greiðir Sigtún fyrir lóðirnar í miðbænum?

Sigtún greiðir það sama fyrir lóðirnar og allir aðrir sem fá úthlutað lóðum í Árborg, þ.e. hin svokölluðu gatnagerðargjöld.

Í viðræðum við bæjaryfirvöld lagði Sigtún mikla áherslu á að sérstaklega yrði vandað til gatnagerðar í nýja miðbænum. Þegar fyrir lágu áætlanir um að gatnagerðin mundi að öllum líkindum verða dýrari en sem næmi upphæð gatnagerðargjalda sömdu aðilar um að Sigtún mundi þess í stað annast gatnagerðina á eigin kostnað og létta þannig þeim kostnaði af bæjarfélaginu.

Hafnartúnslóðin svokallaða er í eigu Sigtúns og mun félagið afsala henni til bæjarfélagsins. Sú lóð yrði  hluti af Sigtúnsgarði.