Hvað verður um Bæjargarðinn?

Það verður staðið vörð um hann og reyndar gott betur. Bæjargarðurinn stækkar um 400 fm í nýju skipulagi.

Við þróun miðbæjarhugmyndarinnar og í sjálfu deiliskipulaginu er lögð áhersla á mikilvægi þess að Bæjargarðurinn haldi stærð sinni og vegleika, en jafnframt að hönnun hans verði unnin samhliða miðbæjarhönnuninni þannig að götur og torg verði eðlilegur hluti af útivistarsvæði Selfyssinga, og byggingar myndi öflugt skjól fyrir norðanáttinni.

Í gamla deiliskipulaginu er garðurinn samtals 22.800 fermetrar, en í  nýju tillögunni verður garðurinn 23.200 fermetrar.

Hér má sjá nánari útskýringar á hugmyndum okkar um Bæjargarðinn.