Hvaða sýningar og söfn verða í nýja miðbænum?

Við vinnum að undirbúningi sýninga sem er ætlað að hafa alþjólegt aðdráttarafl.

Félagið hefur efnt til samstarfs við Mjólkursamsöluna um endurreisn Gamla mjólkurbúsins á Selfossi. Þar er fyrirhugað er að koma upp sýningu þar sem megináhersla verður lögð á íslenska skyrið sem þekkt er orðið víða um heim. Í menningar- og sýningarhúsi er ráðgerð sýning um hugarheim og hugmyndir miðaldafólks um heiminn. Þá er gert ráð fyrir að miðbæjarreiturinn í heild verði eitt samfellt sýningar- og afþreyingarsvæði sem tengt verður saman með verkum listamanna.