Hver er helsta breytingin á nýju skipulagi samanborið við núverandi skipulag?

Meginbreytingin frá gildandi skipulagi er ný gata frá Tryggvatorgi inn í kjarna miðbæjarreitsins sem er ca. 6 hektarar. Miðsvæðið á Selfossi fær meira miðbæjaryfirbragð með fjölgun húsa, um 30 talsins, af fjölbreyttum stærðum og gerðum. Breidd gatna er höfð áþekk og á Laugaveginum í Reykjavík, eða um 10 metrar.

Með því að götur hlykkjast og hús standa með ólíkum hætti brýtur byggðin vindinn og það skapast þrjú skjólgóð og hlýleg torg. Gert er ráð fyrir bílaumferð, en einstefna er til suðurs í aðalgötu og í þvergötu er einstefna til austurs. Í götunum eru bílastæði fyrir viðskiptavini en til viðbótar eru bílastæði að húsabaki og tveir bílakjallarar á reitnum.

Hér má sjá nýtt deiliskipulag og svo greinargerð með skipulaginu.

Hér má sjá uppdrátt af nýju aðalskipulagi.