Hverjir eiga Sigtún þróunarfélag ehf?

Að verkefninu hafa komið fjölmargir áhugamenn og fagmenn, en í forsvari Sigtúns þróunarfélags, sem leiðir starfið, eru þeir Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, sem báðir eru fæddir og uppaldir á Selfossi. Fjölmargir lykilþátttakendur hafa lagt verkefninu til sérfræðikunnáttu á sviði verkfræði, arkítektúr, hönnun, markaðsfræði, skipulagi, sagnfræði, hagfræði, og svo framvegis.

Leiðarljós félagsins er að byggja upp samkvæmt heildarsýn sem tryggir fjölbreytni og samstillingu allra þeirra þátta sem skapa hlýlegan og skjólgóðan miðbæjarkjarna (Sjá 10 einkenni góðra miðbæja).

Eignarhald félagsins er með þessum hætti:

Austurbær fasteignafélag – 74,8%
– Í eigu Leós Árnasonar (50%) og Kristjáns Vilhelmssonar (50%). Um er að ræða fasteignafélag sem einnig stendur að uppbyggingu íbúða fyrir eldri borgara á Austurvegi.

BBVGG – 15,8%
– Í eigu Guðjóns Arngrímssonar (100%). Félagið er sérstaklega stofnað um miðbæjarverkefnið.

VSÓ Ráðgjöf – 6,3%
– Í eigu 15 starfsmanna verkfræðistofunnar (100%).

Aðrir smærri hluthafar – 3,1%