Hverjir eru raunverulegir möguleikar Árborgar í ferðaþjónustu?

Í ár fara vel á aðra milljón erlendra ferðamanna um Suðurland sem einning er helsti viðkomustaður íslenskra ferðalanga. Of lítill hluti þessa ferðamanna stoppar á Selfossi. Því þarf að breyta. Selfoss stendur við slagæð ferðamennsku í landinu og við eigum að nýta það samfélaginu öllu á Árborgsarsvæðinu til hagsbóta.

Árborg er ákjósanleg til að líta norðurljósin og útgerð á þau hefur orðið til þess að ferðamenn koma í auknum mæli á veturna Flugvöllurinn við Selfoss er t.d. gimsteinn sem getur farið að glóa ef hugmyndir um æfingaflug, útsýnisflug og flugminjasafn ganga eftir. Strandferðamennskan er að miklu leyti ónýtt auðlind á Íslandi en þar eru þegar komin öflug fyrirtæki hér við ströndina í Árborg sem eiga góða þróunarmöguleika og þannig mæti lengi telja.

Húsin í miðbænum á Selfossi munu vekja áhuga á íslenskri byggingasögu og athygli á gamalli byggð á Stokkseyri og Eyrarbakka. Það mun skapa grundvöll til ferða um svæðið t.d. með viðkomu í Íslenska torfbænum. Bein tenging um Suðurlandsveg við Leifsstöð mun skapa möguleika til þess að gera út á allt Suðurland frá Árborg þegar hótelrými er orðið nægt og umferðamiðstöð hefur verið komið á laggirnar.