Hvernig fékk Sigtún lóðirnar í miðbænum?

Þegar Sigtún óskaði fyrst eftir úthlutun á þessum lóðum höfðu þær staðið auðar í mörg ár og allar tilraunir bæjaryfirvalda til þess að koma þeim út höfðu verið árangurslausar.

Þegar Sigtún kynnti fyrst hugmyndir sýnar um miðbæinn, í mars 2015, voru allir flokkar í bæjarstjórn sammála um að veita Sigtúni vilyrði fyrir úthlutun. Enginn bæjarfulltrúi óskaði eftir því að lóðirnar yrðu fyrst auglýstar. Þessi einróma stuðningur allra bæjarfulltrúa varð Sigtúni hvatning til þess að hefjast handa við þróun verkefnisins.