Hvernig er samkomulagi um gatnagerðargjöld háttað?

Almenna reglan í Árborg er að lóðum er úthlutað gegn gatnagerðargjaldi sem á að standa undir gatnagerð. Tveir aðilar hafa t.d. nýlega fengið úthlutað lóðum við Austurveg gegn greiðslu gatnagerðargjalda.

Í miðbæjarverkefninu óskaði bæjarfélagið eftir því að Sigtún annaðist gatnagerðina og kostaði hana og skilaði götunum síðan fullfrágengnum af sér. Þetta var gert vegna þess að sýnt þótti að kostnaður við gatnagerðina yrði hærri en sem næmi gatnagerðargjöldum, og það kemur því betur út fyrir sveitarfélagið.