Verður byggðin í miðbænum mjög þétt?

Fyrirhuguð byggð í miðbæ Selfoss er í raun ekki mjög þétt og þar er ekki meira byggingamagn er gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi.

Á miðsvæði er reiknað með nýtingarhlutfalli á bilinu 1.0‐2.0. Skipulagssvæðið er alls um 6 hektarar að flatarmáli og er skilgreint sem miðsvæði og blönduð landnotkun, opið svæði til sérstakra nota og svæði fyrir þjónustustofnanir. Svæðið afmarkast af Eyravegi og Austurvegi til norðurs og aðliggjandi íbúðarlóðum við Tryggvagötu til austurs, Sunnuvegi til suðurs og Kirkjuvegi til vesturs. Um þrjátíu hús af mjög mismunandi stærðum og gerðum verða á reitnum. Byggð sem tekur utan um fólk og viðburði og býr til lifandi götulíf og skjólgóð torg fyrir mannlíf þarf að vera þétt. Þannig miðbæir eru eftirsóknarverðir og aðlaðandi eins og reynslan sýnir víða um heim.

Bæjargarðurinn heldur sér og rúmlega það. Í gildandi skipulagi er bæjargarðurinn 22.800 fermetrar, en í nýju skipulagi er hann 23.200 fermetrar.