30 hús í tveimur áföngum

Áætlanir gera ráð fyrir að samtals 16.200 fermetrar verði byggðir í 30 húsum. Framkvæmdunum er skipt í tvo áfanga og er áætlað að þeim verði að fullu lokið árið 2021.

Fyrri áfangi

Byggingarmagn: 4.600 fm í 12 húsum

Áætlað upphaf: Haust 2018

Áætlaður tími: 18-20 mánuðir

  • Umfangsmesta starfsemin verður mathöll, skyrsetur og sögusafn Mjólkursamsölunnar í 900 fm endurbyggðu Mjólkurbúi Flóamanna.
  • Áhersla á verslanir og veitingastaði.
  • Mikið af hæðum hefur þegar verið ráðstafað til leigutaka í margvíslegri starfsemi

Seinni áfangi

Byggingarmagn: 11.600 fm í 18 húsum

Áætlað upphaf: Haust 2019

Áætlaður tími: 20-24 mánuðir

  • Stærsti einstaki hluti síðari áfanga er 4.100 fm hótel í fjórum byggingum, fjögurra stjörnu með 85 herbergjum.
  • Áhersla á íbúðir. Verslanir og þjónusta á jarðhæðum húsa.
  • Mikill áhugi leigutöku frá matvöru-, tísku-, útivistar-, bóka-, og gjafavöruverslunum ásamt konditori, handverksmarkaði, bókhaldsfyrirtæki, verkfræðistofu og veitingastöðum.

Fjármögnun fyrsta áfanga

Hluti af samningi Árborgar og Sigtúns um verkefnið snýst um að fjármögnun sé tryggð. Áætlaður kostnaður við fyrri áfanga er 1,4 milljarðar króna. Hluthafar hafa lagt fram 539 milljónir í peningum. Landsbanki Íslands hefur samþykkt lán til félagsins fyrir 900 milljónir. Árborg réð PWC, endurskoðendafélag sitt, til þess að fara yfir og staðfesta fjármögnun. Staðfestingu þeirra má sjá hér.

Hér er hægt að lesa nánar um áfangaskiptingu verkefnisins og af hverju það hefur vaxið að umfangi á þróunartímanum.

Framkvæmdakostnaður byggir á föstum tilboðum og samningum við Jáverk ehf og Borgarverk ehf. Þetta eru traust fyrirtæki, með gott orðspor og starfsemi og tengsl í heimahéraði. Því er treyst að tilboð þeirra standi.

Staðfesting á fjármögnun Sigtúns ÞróunarfélagsPWC, endurskoðunarstofa sveitafélagsins Árborgar, staðfesti fjármögnun fyrirhugaðra framkvæmda á fyrsta áfanga. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.