Falleg hús í klassískum íslenskum stíl

Við viljum byggja hús sem fólk laðast að, með mikinn karakter og fallegt handbragð. Um leið heiðrum við íslenskan byggingarstíl óháðan tískusveiflum.

Fyrirmyndirnar finnast víða um land

Handbragðið sem við ætlum að styðjast við er að finna í húsum víða um land. Í öllum landshlutum er að finna hús sem byggð er í þessum gamla, klassíska stíl. Hér má sjá myndir af nokkrum þeirra – sannkallaðar perlur.

Markmiðið er að skapa vandaða umgjörð um fjölbreytt mannlíf og blómlegt viðskipta- og menningarlíf. Svona verða húsin í nýjum miðbæ Selfoss. Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri.

Mögnuð bygging sem mun laða að sér fólk úr öllum áttum

Sigtún og MS hafa samið um endurreisn og sýningarstarf í endurgerðu húsi Mjólkurbúi Flóamanna eftir Guðjón Samúelsson. Kynntu þér spennandi hugmyndir um notkun þessarar flottu byggingar sem hýsa mun heimili skyrsins, mathöll, tónleikasal, brugghús, pöbb og margt fleira.

Sögufræg hús öðlast nýtt líf

Við byggjum hús sem vitað er að heimamenn jafnt sem ferðamenn laðast að. Aðilar eins og MS, verslanir stórar og smáar, veitingahús og aðrir þjónustuaðilar vilja taka þátt í verkefninu vegna þess að fólk kann vel við svona umhverfi – þar sem húsin er hæfilega stór, standa þétt saman, eru úr timbri og bárujárni og með handverki sem gleður augað. Við tengjum saman sögu og framtíð. Þetta er nútímalegt umhverfi, hannað af frábærum arkitektum með framtíðarrekstur og starfsemi í huga, íslenskur byggingarstíll í íslenskum bæ.

Hús Stærð í fm Starfsemi
Gamla mjólkurbúið 913 fm Mathöll og skyrsýning
Friðriksgáfa 453 fm Skemmtistaður, brugghús og tónleikastaður
Edinborg 535 fm Verslun og skrifstofur
Egilssonarhús 271 fm Verslun og íbúðir
Sigtún 289 fm Heilsutengdur veitingastaður
Símstöðin 214 fm Upplýsingamiðstöð og íbúð
Fjalarkötturinn 194 fm Verslanir og þjónusta
Edinborg yngri 277 fm Tískuverslun og skrifstofur
Björninn 337 fm Tískuverslun og skrifstofur
Höfn 169 fm Veitingastaður og íbúð
Konungshúsið 170 fm Krá
Ingólfur 147 fm Ísbúð
Tengibyggingar (3 talsins) 224 fm
Samtals 4.583 fm

12 hús verða byggð í fyrsta áfanga framkvæmda. Hér að neðan má lesa nánar um hvert og eitt þeirra og hvaða starfsemi verður þar innandyra.

Gamla Mjólkurbú Flóamanna

     Stærð: 913 fermetrar

     Starfsemi: Mathöll með 4-5 litlum veitingastöðum, sýning og safn um íslenska skyrið

Edinborg

     Stærð: 535 fermetrar

     Starfsemi: Verslun og skrifstofur

Friðriksgáfa

     Stærð: 453 fermetrar

     Starfsemi: Skemmtistaður, brugghús og tónleikasalur

Ingólfur

     Stærð: 147 fermetrar

     Starfsemi: Ísbúð

Konungshúsið

     Stærð: 170 fermetrar

     Starfsemi: Krá

Egilssonarhús

     Stærð: 271 fermetrar

     Starfsemi: Verslun og íbúðir

Björninn

     Stærð: 337 fermetrar

     Starfsemi: Tískuverslun og skrifstofur

Edinborg yngri

     Stærð: 277 fermetrar

     Starfsemi: Tískuverslun og skrifstofur

Fjalarkötturinn

     Stærð: 194 fermetrar

     Starfsemi: Verslanir og þjónusta

Sigtún

     Stærð: 289 fermetrar

     Starfsemi: Heilsutengdur veitingastaður og íbúð

Símstöðin

     Stærð: 215 fermetrar

     Starfsemi: Upplýsingamiðstöð og íbúð

Höfn

     Stærð: 169 fermetrar

     Starfsemi: Veitingastaður og ísbúð