Ný upplifun á hverju horni

Mathöll, brugghús, kaffihús, sportbar, tónleikastaður, fínn veitingastaður, hollur skyndibiti og fjölbreyttar verslanir. Þetta er starfsemin sem verður í þeim húsum sem byggð verða í fyrsta áfanga nýs miðbæjar.

Það sem þú munt njóta í nýjum miðbæ

Með nýjum miðbæ munu ný og spennandi fyrirtæki hefja starfsemi á Selfossi. Hér má sjá þá starfsemi sem er í vændum í fyrsta áfanga.

shop

Mathöll

tap

Brugghús

coffee-cup

Kaffihús

beer

Sportbar

concert

Tónleikastaður

cutlery

Veitingastaðir

smoothie

Hollur skyndibiti

shopping-cart

Fjölbreyttar verslanir

Markaðir, uppákomur og viðburðir

Í góðum miðbæjum er lögð áhersla á opin aðlaðandi svæði þar sem allir eru velkomnir. Græn svæði og torg. Í miðbæ Selfoss verða þrjú skjólgóð torg, þar sem gert er ráð fyrir bænda- og jólamörkuðum og öðrum fjölbreyttum uppákomum, allt árið um kring.

Þessir ætla að vera með í nýjum miðbæ

Meirihluta þeirra 12 húsa sem byggð verða í fyrsta áfanga hefur þegar verið ráðstafað til fyrirtækja. Hér má sjá brot af þeim fyrirtækjum sem hyggja á atvinnurekstur í miðbænum.

logo-vso
Hús Stærð í fm Starfsemi
Gamla mjólkurbúið 913 fm Mathöll og skyrsýning
Friðriksgáfa 453 fm Skemmtistaður, brugghús og tónleikastaður
Edinborg 535 fm Verslun og skrifstofur
Egilssonarhús 271 fm Verslun og íbúðir
Sigtún 289 fm Heilsutengdur veitingastaður
Símstöðin 214 fm Upplýsingamiðstöð og íbúð
Fjalarkötturinn 194 fm Verslanir og þjónusta
Edinborg yngri 277 fm Tískuverslun og skrifstofur
Björninn 337 fm Tískuverslun og skrifstofur
Höfn 169 fm Veitingastaður og íbúð
Konungshúsið 170 fm Krá
Ingólfur 147 fm Ísbúð
Tengibyggingar (3 talsins) 224 fm
Samtals 4.583 fm

Mathöll og sýning í endurbyggðu Mjólkurbúi

Kynntu þér spennandi hugmyndir um hið magnaða Mjólkurbú, sem hýsa mun mathöll, tónleikasal, brugghús og heimili skyrsins.

Bæjar- og götumyndin sem við ætlum að skapa

Það er erfitt að sýna fram á með tölvugerðum myndum þá bæjar- og götumynd sem verður í miðbæ Selfoss að framkvæmdum loknum. Mun heillvænlegra er að sýna raunveruleg dæmi annarsstaðar frá sem fanga vel þá götumynd sem við ætlum okkur að skapa.

Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri.

Getur þú hugsað þér að vinna í nýjum miðbæ?

Nýr miðbær er sérstaklega mikilvægur fyrir unga Selfyssinga vegna þess að hann skapar hundruð nýrra starfa. Við erum ekki aðeins ekki aðeins að byggja hús og selja, líkt og gert er í dæmigerðum fasteignaverkefnum, heldur mun Sigtún hafa heildaryfirsýn á þá starfsemi sem verður í nýja miðbæjarkjarnanum til lengri tíma og tryggja fjölbreytni.

Við gerum ráð fyrir að alls muni um 200 manns starfa í miðbænum þegar hann verður fullkláraður. Kannski liggur þín framtíð í skemmtilegri og vel launaðri vinnu í þínum heimabæ?

Verslanir og veitingahús

Verslanir vera margskonar og skapa fjölda atvinnutækifæra fyrir áhugasama verslunarmenn. Hið sama gildir um veitingahúsin, að nýi kjarninn býður áhugasömum matreiðslumönnum og veitingafólki upp á marga möguleika.

Ferðaþjónusta

Öflugt sýningarstarf verður rekið í miðbænum, sem kallar á fagfólk á því sviði, svo sem hönnuði, listamenn, sagnfræðinga og hugvísindafólk svo eitthvað sé nefnt. Þá er rekstur hótela og annarra gististaða ótalinn.

Þjónusta, list og hönnun

Í Miðbæjarkjarnanum verður einnig í boði frábært atvinnuhúsnæði fyrir skrifstofur, vinnustofur, stúdíó, handverk og svo framvegis. List og hönnun verður mjög áberandi í nýjum miðbæ og verður gerð góð skil í starfsemi og í umhverfinu.