Afþreying
Tónleikar, píla, matur & drykkur, sýningar auk fjölbreyttra viðburða allt árið um kring.
Sviðið
Sviðið er samkomusalur Sunnlendinga. Þar eru haldnir tónleikar og aðrir viðburðir allan ársins hring í fallegum, hlýlegum og vel hljómandi tónleikasal fyrir Selfyssinga og gesti þeirra.
NánarMiðbar
Miðbar er á miðhæð og efstu hæð í samkomuhúsinu Friðriksgáfu og er sportbar sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu: beinar útsendingar frá leikjum, formúlunni, pílu, golfi og fleiri. Komdu og njóttu vel í góðu andrúmslofti með góðum veigum og vinum.
NánarMJÓLKURBÚIÐ
Mjólkurbúið Mathöll er sannkallað matarmenningarhús með 8 veitingastöðum, tveimur börum, pílu og upplifunarsýningu um sögu skyrs.
NánarSkor Píla
Í kjallaranum á Mjólkurbúinu eru þrjú píluspjöld frá SKOR.
Á SKOR EXPRESS er self-service.Þú pantar á netinu eða á staðnum, færð kóða í e-mailið þitt, sækir pílur á Röstí og byrjar að spila.
Skyrland
Skyrland er upplifunarsýning sem fjallar um matarmenningu Íslands, með sérstaka áherslu á þjóðarréttinn skyr. Skyrland reynir á öll skilningarvitin og kemur skemmtilega á óvart.
NánarRisið vínbar
Risið er hlýr og notalegur vínbar & veislusalur þar sem tilvalið er að koma og slaka á og njóta góðra vína og kokteila. Risið er afar þægilegur staður þar sem mikið er lagt upp úr því að skapa afslappað og rólegt umhverfi. Staðsettur í risinu á Mjólkurbúinu Mathöll.
Nánar