Persónuverndarstefna og skilmálar

Gjafakortið má nota til greiðslu á vörum og þjónustu hjá verslunum, veitingastöðum og þjónustuaðilum í miðbæ Selfoss. Kortin eru einkennd sem Gjafakort í miðbæ Selfoss. Þau eru af gerðinni Electron Debet-kort og eru eign Rekstrarfélags miðbæjar Selfoss kt. 4908220110.

Gjafakortið gildir í verslunum, veitingastöðum og þjónustufyrirtækjum í miðbæ Selfoss en frekari upplýsingar má fá með því að hafa samband á selfoss@selfoss.com. Gildistími inneignar er 3 ár frá útgáfudegi. Að gildistíma liðnum fellur innistæða kortsins niður.

Ef rökum studdur grunur leiðir til þess að eigandi kortsins telur ástæðu til, getur hann og áskilur sér rétt til þess að stöðva notkun kortsins og innkalla það án fyrirvara.

Kortið er einungis unnt að nota með lestri upplýsinga af segulrönd þess á rafrænan hátt. Þess vegna er óheimilt að gefa upp númer kortsins til greiðslu án rafrænnar notkunar þess. Kortið gildir því ekki til greiðslu símleiðis eða bréflega. Kortið er verðmæti, sem skal gæta eins og peninga. Þetta eru handhafakort og týnt kort er tapað fé.

Handhafi kortsins ber ábyrgð á öllum greiðslum sem verða vegna notkunar gjafakortsins. Útgefendur kortsins eru ekki ábyrgir fyrir tjóni, sem verður vegna lagaboða, aðgerða stjórnvalda, nátturuhamfara, stríðs, verkfalls, verkbanns, skæruverkfalla eða annarra slíkra aðstæðna, rafmagnstruflana eða rafmagnsleysis, né vegna truflana í símkerfi eða öðrum boðleiðum eða samgöngum.

Útgefendur kortsins eru ekki ábyrgir fyrir tjóni né óhagræði, sem verður vegna þess að móttöku er hafnað sem greiðslu hjá söluaðila. Sérhver ágreiningur eða tjón vegna kaupa á vöru eða þjónustu, sem greidd er með kortinu, er útgefanda þess algerlega óviðkomandi og án ábyrgðar fyrir hann.

Gjafakorti er ekki hægt að skila og ekki er hægt að leysa innstæðu þess út fyrir reiðufé. Rekstrarfélag Miðbæjar Selfoss endurgreiðir ekki upphæðir sem eru greiddar inn á gjafakort né kostnað við sendingu og pökkun.

Hægt er að komast að innistæðu gjafakorts með því að skanna inn QR kóða á bakhlið kortsins. Bæði innistæða gjafakorts og greiðslur koma fram á reikningsyfirliti.

Persónuvernd:

Rekstrarfélag miðbæjar Selfoss biður aðeins um þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna greiðslu fyrir vöruna og sendingar. Engar upplýsingar eru afhentar þriðja aðila, nema þær sem nauðsynlegar eru til að koma gjafakorti sem keypt er til skila. Öll meðferð og vinnsla persónuupplýsinga er í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónupplýsinga nr. 90/2018.