Um miðbæinn

Miðbær Selfoss er staður sem brúar gamalt og nýtt. Í fyrsta áfanga miðbæjarins sem opnaði sumarið 2021 eru 13 endurbyggð hús sem áður stóðu víðs vegar um Ísland en voru rifin eða urðu eldi að bráð. Í miðbænum má finna úrval verslana, veitingastaða og afþreyingar í heillandi umhverfi.

Við höldum áfram

Ráðgert er að byggja 25 þúsund fermetra til viðbótar í síðari áfanga miðbæjarframkvæmda. Grundvallarhugmyndin er sú sama og áður - að endurreisa horfin hús úr Íslandssögunni og skapa þannig fallega umgjörð um lifandi mannlíf. 

Miðbærinn í tölum

Miðbærinn á Selfossi mun skapa fjölmörg tækifæri fyrir fólkið í samfélaginu.

200+

Ný hótelherbergi

62

Íbúðir

55

Ný gömul hús

30+

Verslanir

20+

Veitingastaðir

30.000

fermetrar byggðir
 • Íbúðir
  31%
 • Hótel
  31%
 • Verslun
  19%
 • Veitingar
  13%
 • Skrifstofur
  6%

45%

af skipulagssvæðinu eru torg, göngugötur og græn svæði.

97%

eru jákvæðir gagnvart nýja miðbænum á Selfossi.

Það eru stórir hlutir í vændum

 • Fyrsti áfangi, reistur 2018-2021
 • Annar áfangi, reistur 2023-2027

Nýju húsin

Grundvallarhugmyndin er sú sama og áður – að endurreisa horfin hús úr Íslandssögunni og skapa þannig fallega umgjörð um lifandi mannlíf. Í næsta áfanga munum við sjá mörg merk hús rísa á ný.

Selfossbíó

Kolviðarhóll

Hótel Oddeyri

Hótel Ísland

Hótel Hekla

Hótel Borgarnes

Hótel Akureyri

Horngrýti og Turnhúsið

Glasgow húsið

Fell

Evanger verksmiðjan

Aðalstræti 9

Uppsalir