Láttu nýjan miðbæ verða að veruleika

Vertu hlynntur nýju skipulagi í íbúakosningu 18. ágúst og tryggðu Selfossi loksins alvöru miðbæjarkjarna.

Svona verður miðbærinn

Frábær miðbær snýst um meira en byggja hús. Í nýja miðbænum verður fjölbreytt atvinnu-, menningar- og mannlíf. Þekktir veitingastaðir munu bætast við úrvalið í bænum, skemmtistaðir, kaffihús, verslanir, sýningar, hótel, vinnustaðir, íbúðir og margt fleira.

Um hvað er kosið?

Þó kosninginn sé hluti af skipulagsferli og spurningar fjalli um samþykkt aðal- og deiliskipulags, þá snúast þær í raun um það hvort heimamenn séu hlynntir eða andvígir þeim hugmyndum um nýjan miðbæjarkjarna sem Sigtún hefur unnið að með bæjaryfirvöldum undanfarin þrjú ár.

Verði meirihluti íbúa hlynntur skipulaginu, þá tekur gildi samningur á milli Sigtúns Þróunarfélags og Árborgar sem gerir ráð fyrir að byggður verði miðbær í þeim stíl sem kynntur er á þessum vef.

Verði meirihluti íbúa andvígur skipulaginu, þá munum við fara með hugmyndir okkar í annað sveitarfélag.

Ef meirihluti verður

Ef meirihluti verður

Falleg hús í klassískum íslenskum stíl

Markmiðið með miðbænum er að skapa vandaða umgjörð um fjölbreytt mannlíf og blómlegt viðskipta- og menningarlíf. Við viljum byggja hús sem fólk laðast að, hæfilega stór og með mikinn karakter og fallegt handbragð. Þannig heiðrum við íslenskan byggingarstíl óháðan tískusveiflum.

Mögnuð bygging sem mun laða að sér fólk úr öllum áttum

Sigtún og MS hafa samið um endurreisn og sýningarstarf í endurgerðu húsi Mjólkurbúi Flóamanna eftir Guðjón Samúelsson. Kynntu þér spennandi hugmyndir um notkun þessarar flottu byggingar sem hýsa mun heimili skyrsins, mathöll, tónleikasal, brugghús, pöbb og margt fleira.

Stöndum vörð um Bæjargarðinn

Bæjargarðurinn stækkar um 400 fm í nýju skipulagi, úr 22.800 í 23.200 fm. Miðbærinn er hannaður þannig að hann myndi eina heild með Bæjargarðinum, þannig að götur og torg verði eðlilegur hluti af útivistarsvæði Selfyssinga, og byggingar myndi öflugt skjól fyrir norðanáttinni.

Þannig verður til opið og aðlaðandi svæði þar sem gert er ráð fyrir uppákomum, listaverkum, leiktækjum og ýmsu fleiru.

Miðbæjarverkefnið í tölum

0
NÝ STÖRF
0
BYGGÐIR FERMETRAR
0
FJÖLDI HÚSA