Bílastæði
Bílastæðahúsið í miðbæ Selfoss er staðsett vestan við Mjólkurbúið og býður gestum miðbæjarins, íbúum og fyrirtækjum í nágrenninu upp á bílastæði hvort sem er í áskrift eða til skemmri tíma.
Hægt er að greiða tímagjald með PARKA appinu eða í greiðsluvél sem staðsett er í bílastæðahúsinu. Hægt er að leigja langtímastæði með mánaðargjaldi.
Tímagjald
Á virkum dögum, 8:00-17:00
- Frítt ef lagt er 15 mínútur eða skemur.
- 250 kr. á klukkustund fyrstu 2 klst.
- 550 kr. á klukkustund eftir það.
Kvöld og helgar
- Frítt ef lagt er 15 mínútur eða skemur.
- 250 kr. á klukkustund fyrstu 2 klst.
- 350 kr. á klukkustund eftir það.
Mánaðargjald
Sólarhringspassi
*Gildir allan sólarhringinn, alla daga.
Dagpassi
*Gildir virka daga 8:00-17:00.
Kvöld- og næturpassi
*Gildir frá 17:00-8:00 virka daga, allan sólarhringinn um helgar.
Langtímastæði - mánaðargjald
Sólarhringspassi
25.000 kr. á mánuði
Gildir allan sólarhringinn, alla daga.
Dagpassi
20.000 kr. á mánuði
Gildir virka daga 8:00-17:00
Kvöld- og næturpassi
15.000 kr. á mánuði
Gildir frá 17:00-8:00, allan sólarhringinn um helgar.
Algengar spurningar
Hvernig virkar eftirlitskerfið í bílastæðahúsinu?
Myndavélar lesa númer þeirra ökutækja sem aka inn og út úr bílakjallaranum. Eftirlitskerfið ber saman númer ökutækis við númer aðila sem eru með heimildir til að nýta sér stæði. Þegar bifreið yfirgefur svæðið les myndavél númer ökutækis og ber saman við skráð númer og greiðslur. Fari ökumaður af svæðinu án þess að greiða er krafa stofnuð á eiganda eða umráðamann ökutækis eða honum tilkynnt um ógreidd þjónustugjöld.
Getur hver sem er leigt stæði?
Já.
Get ég skráð marga bíla á eitt langtímastæði?
Nei, eitt gjald er greitt fyrir hverja bifreið. Þú getur ekki skráð tvö eða fleiri bílnúmer á eitt langtímastæði.
Hvað gerist ef ég greiði ekki fyrir stæði?
Eigandi bíls sem leggur í bílakjallara án þess að greiða fyrir það fær sjálfkrafa rukkun í heimabanka fyrir þann tíma sem bíllinn var í bílakjallaranum skv. tímagjaldi gjaldskrár, auk þjónustugjalds sem lagt er ofan á að fjárhæð 4.500 kr. Þó hefur aðili 15 mínútur til að keyra inn og úr bílakjallara ef t.d. öll stæði eru upptekinn og gestur finnur ekki stæði þá er ekki rukkað ef farið er inn og út innan þess tímaramma.
Eru upplýsingar í kerfinu persónugreinanlegar?
Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar um ökutæki. Eigendum ökutækja er eingöngu flett upp ef svæðið er yfirgefið án þess að greitt sé fyrir viðveru bifreiðar.
Kvöld og helgar
- 150 kr. á klukkustund fyrstu 2 klst.
- 300 kr. á klukkustund eftir það.